
námskeið í
Hárakademíunni
Fyrir nemendur á hársnyrtibraut
ViDoré og Hárakademían – Samstarf í hárlengingarfræðslu
Sérhæfing í saumuðum hárlengingum
Hársnyrti- og hárlengingastofan ViDoré mun í samstarfi við Hárakademíuna bjóða nemendum upp á sérhæfða fræðslu í hárlengingum með áherslu á Tape-in og Weft aðferðirnar. Nemendur fá einstakt tækifæri til að læra nýjustu og faglegustu aðferðirnar í hárlengingum undir leiðsögn sérfræðinga ViDoré. Þessi fræðsla veitir nemendum dýrmæta þekkingu og færni sem styrkir þá í framtíðarstörfum sínum sem hársnyrtar.
Að loknu sveinsprófi hljóta nemendur viðurkennt skírteini fyrir þá sérhæfingu sem þeir hafa lokið í hárlengingum, sem eykur möguleika þeirra á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu í faginu.
Hvað lærir þú á námskeiðinu?
- Kynning á Tape-ins og Weft hárlengingum – kostir og mismunandi
gerðir - Undirbúningur hárs – hvernig undirbúa á hárið fyrir hárlengingarnar
- Saumaðferð – nákvæm kennsla í hvernig sauma á
Weft-hárlengingarnar í - Límtækni - æfingar
á æfingahöfði - Festing og viðhald – hvernig tryggja langlífi og gæði
hárlenginganna - Ráðgjöf til viðskiptavina – val á réttu hári og
umhirðu ráð - Verðlagning og þjónustuframboð – hvernig verðleggja
og kynna þjónustuna - Endurbætt tækni og klipping – hvernig blanda
lengingunum saman við náttúrulegt hár - Fjarlæging
hárlenginga – hvað má og má ekki gera - Eftirfylgni og viðhald – hvernig tryggja á endurkomu viðskiptavinar
- Bókunarkerfi og viðskiptavinastjórnun – hvernig
byggja upp trygga viðskiptavini - Pantanir og
lagerhald – hvernig panta Weft lengingar frá ViDoré heildsölu