Tape Extensions

Hairextensions Artist – Rapunzel hárlenginga fagmaður

Viltu sérhæfa þig í hárlengingum og fá Rapunzel leyfi á þína stofu?

Við hjá ViDoré bjóðum upp á sérhæft Tape-in hárlenginga námskeið fyrir faglærða hársnyrta sem vilja bæta við sig þekkingu og veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu.

Þetta er tveggja daga helgar- og kvöldnámskeið, þar sem þú lærir öll grunnatriði í Tape-in hárlengingum og færð viðurkenningarskjal sem Rapunzel hárlenginga fagmaður ásamt leyfi til að selja Rapunzel hárlengingar á þinni stofu.


Hvað lærir þú á námskeiðinu?

  • Kynning á Rapunzel of Sweden – uppruni og upplýsingar um vörumerkið
  • Grunnatriði hárlenginga – þykking og lenging á hári
  • Límtækni (Tape-ins) – æfingar á æfingahöfði
  • Ráðgjöf – hvernig á að veita faglega ráðgjöf við uppsetningu
  • Verðlagning – ráðleggingar fyrir viðskiptavini
  • Litaval – val á réttu hárlengingalitunum
  • Mismunandi uppsetningaraðferðir – hvernig velja skal bestu aðferðina fyrir hvern viðskiptavin
  • Klipping hárlenginga – hvernig snyrta skal lengingar til að ná náttúrulegri útkomu
  • Fjarlæging hárlenginga – hvað má og má ekki gera
  • Eftirfylgni og viðhald – hvernig tryggja á endurkomu viðskiptavina.
  • Bókunarkerfi – skipulag og rekstur
  • Pantanir og lagerhald – hvernig panta skal lengingar frá ViDoré heildsölu

A.T.H. ViDoré býður upp á kreditkortalán hjá Teya í allt að 36 mánuði, einnig er boðið upp á kortalaust lán hjá Netgíró. Tilvalið er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér hvort hægt sé að nýta styrki.


Innifalið í verði námskeiðsins:

Öll tæki og tól sem hárlenginga fagmaður þarf
Byrjendapakki til að hefja þjónustu strax að loknu námskeiði
Aðgangur að áskrift á ViDoré.is með fræðslumyndböndum og ítarlegum upplýsingum