Mikilvægt er að þrífa taglið með sjampó, næringu og maska (ef þörf krefur) til þess að tryggja að hárlengingin endist sem lengst. Þú getur líka sett maska í ef þú metur þörf fyrir auka næringu, en þú þarft ekki að þrífa hárlenginguna fyrir hverja notkun. Það getur þó verið gott að þrífa hárlenginguna tveimur dögum áður en þú ætlar að nota hana til þess að hún verði mjúk og glansandi þegar þú setur hana á.
Hvernig þríf ég hárlenginguna?
1. Greiddu í gegnum hárið með hárlengingarbursta áður en þú skolar og þrífur hárið. Best er að byrja á á endunum og greiða upp.
2. Skolaðu hárið með volgu vatni og settu síðan sjampó frá rót og niður í enda með mjúklegum hreyfingum. Þú þarft ekki að nudda það. Skolaðu síðan hárið vandlega og endurtaktu ferlið tvisvar með sjampói.
3. Settu næringu í hárið og svo maska, sem er gott að leyfa að liggja í taglinu í um 5 mínútur áður en þú skolar hann burt.
Að lokum er gott er að greiða í gegnum hárið aftur og láta síðan hárið þorna á Hair-hanger.
Gott að hafa í huga –
1. Taktu alltaf hárlengingarnar áður en þú ferð að sofa, æfir eða ferð í sturtu.
2. Geymdu hárlengingarnar á þurrum og dimmum stað, helst hengdar á Hair Hanger.
3. Notaðu alltaf hitavörn þegar þú stílar með hitunartækjum við hámark 180 ° C.
4. Gott er að krulla eða stíla hárlengingarnar áður en þær eru settar á.
5. EKKI nota hárlit, litasprengju, tónun, litun, henna, silfursjampó eða álíka í hárlengingarnar.
6. Forðaðstu snertingu við sólarvörn og svipaðar vörur sem geta litað hárið. Verndaðu samt sem áður hárið fyrir sólinni.