Bambus efnið er mjúkt og hefur slétta áferð sem kemur í veg fyrir að hárið verði úfið og flækist yfir nóttina. Bambus koddaver eru gerð úr bambusplöntu sem getur vaxið allt að 90 cm á einum degi. Efnið er búið til með því að mylja niður bambus plöntuna, náttúrulegu trefjarnar eru unnar og svo spunnið í garn. Bambus er talið sjálfbært efni vegna þess að plantan er flokkuð sem gras og vex afskaplega hratt.
Bambus hefur oft verið líkt við kasmír og silki í viðkomu. Eins og silki, þá ýtir bambus frá sér raka. Bambus efni er náttúrulega kælandi og andar svo þú getur haldið "kaldri hlið" koddans alla nóttina.
Stærð: 50 x 60 cm.
Efni: 100% lífrænn bambus.
Þvottaleiðbeiningar: Þvoið á köldu vatni eða max 30°C. Ekki nota klór eða sterk þvottaefni. Betra að hengja upp til þerris í stað þurrkara.